Villibráðarsoð
2018-01-18- Máltíð: Íslenkst
- Hæfniskröfur: Einfalt
-
Add to favorites
- Undirbúningur : 30m
- Eldunartími : 4:20 h
- Tilbúið eftir : 5:00 h
Meðaleinkunn
(0 / 5)
0 gefið einkunn
Aðrar uppskriftir:
Nota bein úr Hreindýri, gæs, önd eða rjúpu.
Innihald
- Bein af villibráð 1,5 kg
- Laukur (gulur) 2 stk
- Gulrót 1/2 stk
- Sellerýstilkur 1 stk
- Einiber 10-15 stk
- Villisveppir (þurkaðir) 50 gr
- Lárviðarlauf 1 stk
- Tómatmauk (úr dós) 1 tsk
- Timjan 1/2 búnt
- Olía 2-3 msk
- Vatn
Aðferð
Skref 1
Sagið eða höggvið beinin í litla bita.
Skref 2
2-3 msk af olíu sett yfir og þau bökuð í ofni á 185℃ í 10 -15 min.
Skref 3
Á meðan er laukur, gulrót, sellerístilkur og þurrkaðir villisveppir brúnaðir létt á pönnu, svo þurkryddum og timjan bætt í og eldað áfram í 2 min.
Skref 4
Tómatmauki bætt saman við og hrært vel.
Skref 5
Svo beinum úr ofninum (passa að auka fita eða olia komi ekki með í pottinn)
Skref 6
Fyllt upp með vatni þannig að það fljóti yfir beinin.
Skref 7
Sjóðið í um það bil 4 klst.
Skref 8
Sigtað og svo soðið niður um helming eða þar til þú ert komin með kjarngott villibráðarsoð.