Sveppasoðgljái

2018-01-19
 • Undirbúningur : 5m
 • Eldunartími : 20m
 • Tilbúið eftir : 30m
Meðaleinkunn

(0 / 5)

0 5 0
Gefðu uppskrift einkunn

0 gefið einkunn

Aðrar uppskriftir:
 • Tómatsulta

 • Appelsínusósa

 • Bernaise-sósa

 • Bláberjasósa

 • Krækiberjasósa

Innihald

 • Laukur 3 stk
 • Gulrót 1/2 stk
 • Sveppir 60 gr
 • Villisveppir (þurrkaðir) 50 gr
 • Rauðvín 200 ml
 • Nautasoð 750 ml
 • Hvítlauksgeiri (kraminn) 2 stk
 • Timjan 5-6 greinar
 • Sveppir (í bitum) 150 gr
 • Smjör 3 msk
 • Svartur pipar
 • Salt og sykur (eftir smekk)

Aðferð

Skref 1

Hitið pott, skerið niður lauk, gulrót og sveppi í litla bita. Léttbrúnið upp úr olíu ásamt þurrkuðu sveppunum.

Skref 2

Bætið hvítlauksgeirum og svo rauðvíninu út í og sjóðið niður um helming.

Skref 3

Nautasoðinu er bætt út í og soðið niður um 2/3. Svo að lokum er það allt sigtað

Skref 4

Á annarri pönnu eru sveppirnir steiktir vel upp úr smjöri og bætt ofan í.

Tegund uppskriftar: Innihaldsefni og fjöldi/þyng: , , , , , , , , , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *