Steiktar kartöflur með hvítlauk og timjan
2018-01-18- Máltíð: Sous vide
- Réttur: Meðlæti
- Hæfniskröfur: Meira mál
-
Add to favorites
- Afurð : 500 gr
- Máltíðir : 4-5
- Undirbúningur : 10m
- Eldunartími : 40m
- Tilbúið eftir : 50m
Meðaleinkunn
(0 / 5)
0 gefið einkunn
Aðrar uppskriftir:
Innihald
- Kartöflu smælki 500 gr
- Hvítlauksgeiri 2 stk
- Timjan 5 stilkar
- Reykt smjör 5 msk
- Salt og pipar (eftir smekk)
Aðferð
Skref 1
Hitajafnarinn er stilltur á 95 ℃.
Skref 2
Kartöflurnar skrældar og settar í poka með krömdum hvítlauksgeira, timjan, reyktu smjöri og smá salti. Pokanum lokað og sett í vatnsbað á 95 ℃ í um það bil 40 min (fer þó oft eftir sterkjuni í kartöflunum)
Skref 3
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar eru þær snöggkældar ef á að geyma þær. Annars er pokinn opnaður og þær þerraðar á pappír svo steiktar á pönnu upp úr olíu og reyktu smjöri.
Skref 4
Kryddað með salti og pipar.