Krækiberjasósa
2018-01-19- Máltíð: Íslenkst
- Réttur: Aðalréttur
- Hæfniskröfur: Einfalt
-
Add to favorites
- Undirbúningur : 5m
- Eldunartími : 20m
- Tilbúið eftir : 30m
Meðaleinkunn
(0 / 5)
0 gefið einkunn
Aðrar uppskriftir:
Innihald
- Laukur 1 stk
- Gulrót 1/2 stk
- Sellerýstöngull 1 stk
- Timjan 8 greinar
- Hvítlauksgeiri (kraminn) 1 stk
- Lárviðarlauf 1 stk
- Piparkorn (heil) 10 stk
- Kanilstöng 1/2
- Villibráðasoð 1 L
- Krækiberjasafi 800 ml
- Kirsuberjaedik 50 gr
- Salt, sykur og sítrónusafi (eftir smekk)
Aðferð
Skref 1
Laukur, gulrót og sellerýstöngull er létt brúnað í potti í 6-7 mín úr smjöri.
Skref 2
Þurrkryddum bætt saman við.
Skref 3
Síðan kirsberjaediki er hellt út í og soðið alveg niður í syróp.
Skref 4
Þá kemur krækiberjasafinn sem er soðinn niður um helming.
Skref 5
Og svo næst villibráðarsoðið.
Skref 6
Hvítlauksgeira og timjan er sett út á og soðið niður um helming eða þar til kjarngott bragð er komið í sósuna.
Skref 7
Sigtað og smakkað til með salti, sykri og ögn af sítrónusafa.
Skref 8
Að lokum er sósan látin sjóða og köldu smjöri hrært saman við til að þykkja hana.
Skref 9
Krækiber sett út í rétt áður en sósan er borin fram.