Fullkomin nauta-ribeye steik (300 gr)
2018-01-19- Máltíð: Amerískt, Sous vide
- Réttur: Aðalréttur
- Hæfniskröfur: Einfalt
-
Add to favorites
- Undirbúningur : 60m
- Eldunartími : 1:40 h
- Tilbúið eftir : 3:00 h
Meðaleinkunn
(0 / 5)
0 gefið einkunn
Aðrar uppskriftir:
Eldunartími í sous vide 90 – 120 min
- Miðlungs hrátt, 54-57 gráður
- Miðlungs, 58-59 gráður ( Mæli með )
- Vel steikt, 69 og hærra.
Innihald
- Rib-eye steik frá Esju
- Olía og smjör til að steikingar
- Hvítlauksgeiri
- Rósmarín (ferskt)
- Salt (gróft)
- Pipar (úr kvörn)
Aðferð
Skref 1
Takið Rib-eye steikina úr kæli circa klst áður en á að fara að elda hana.
Skref 2
Stillið hitajafnarann á 58-59 gráður (mælt með). Fyrir miðlungs hrátt (54-57 gráður). Fyrir vel steikt (69 gráður eða meira).
Skref 3
Þegar vatnsbaðið hefur náð réttum hita, setjið steikina ofan í upprunalegum pakkningum og eldið í 90 min.
Skref 4
Eftir eldun er steikin tekin úr pakkninguni og þerruð létt með pappír og krydduð eftir smekk með grófu salti og pipar.
Skref 5
Panna er vel hituð eða þar til fer að rjúka úr henni, olía sett á og svo Rib-eyi steikin. Steikið á hvorri hlið í 3-4 min. Gott er að setja 2-3 msk af smjöri, smá af rósmarin og hálfan hvítlauksgeira fljótlega eftir að steikin er komin á pönnuna.
Skref 6
Látið steikina hvíla í nokkrar mínútur eftir að hún kemur af pönnunni og berið svo fram.