Djúpsteiktar kartöflur með krydduðum sýrðum rjóma og parmessan

2018-01-18
 • Afurð : 400 gr
 • Máltíðir : 6
 • Undirbúningur : 15m
 • Eldunartími : 35m
 • Tilbúið eftir : 50m
Meðaleinkunn

(0 / 5)

0 5 0
Gefðu uppskrift einkunn

0 gefið einkunn

Aðrar uppskriftir:
 • Grænt hvítlaukssmjör

 • Steikt súrdeigsbrauð

 • Fullkomin nauta-ribeye steik (300 gr)

 • Grillaður hvítur aspas

 • Sætkartöflusalat með chilli, engifer og hvítlauk

Innihald (Fyrir kartöflurnar)

 • Íslenskt smælki 400 gr
 • Timjan 4-5 greinar
 • Hvítlauksgeiri 2 stk
 • Smjör 30 gr
 • Salt 1 tsk

Innihald (Fyrir sýrða rjómann)

 • Sýrður rjómi 150 gr
 • Safi úr 1 stk sítrónu
 • Salt og pipar (eftir smekk)

Aðferð

Skref 1

Smælkið er skolað og sett í pott með timjan og hvítlauksgeira (kraminn) og salti og soðið í 8-10 min eða þar til kartöflurnar eru orðnar soðnar í gegn.

Skref 2

Meðan allt er í gangi er gott að krydda sýrða rjómann. Sýrði rjómmin er settur í skál og blandað saman við sítrónusafa, salt og svartan pipar úr kvörn.

Skref 3

Djúpsteikingapottur eða olía er hituð í potti upp í 180- 185 ℃

Skref 4

Kartöflurnar eru kramdar aðeins og djúpsteiktar í heitri olíunni þar til þær eru gullinbrúnar

Skref 5

Settar í bakka eða á disk til að bera fram, sýrði rjóminn settur ofan á og látið leka á milli. (sýrði rjóminn getur líka verið til hliðar).

Skref 6

Ferskur Parmessan er rifinn yfir.

Tegund uppskriftar: Innihaldsefni og fjöldi/þyng: , , , , , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *