Appelsínusósa
2018-01-19- Máltíð: Austurlenskt
- Réttur: Aðalréttur
- Hæfniskröfur: Miðlungs
-
Add to favorites
- Undirbúningur : 5m
- Eldunartími : 20m
- Tilbúið eftir : 30m
Meðaleinkunn
(0 / 5)
0 gefið einkunn
Aðrar uppskriftir:
Innihald
- Appelsínusafi 500 ml
- Appelsínulauf af einni appelsínu
- Olía 3 msk
- Laukur 3 stk
- Gulrót 1 stk
- Sveppir 5 stk
- Hvítlauksgeiri (kraminn) 4 stk
- Rósmarín 1 grein
- Kjúklingasoð 700 ml
- Sojasósa 30 ml
- Edik 40 gr
- Rauðvín 100 ml
- Stjörnuanís 1 stk
- Ferskt engifer (rifið) 30 gr
- Smjör 2-3 msk
- Salt og sykur (eftir smekk)
Aðferð
Skref 1
Hitið olíu í potti.
Skref 2
Grænmetið er skorið niður í litla bita og léttbrúnað.
Skref 3
Appelsínusafa er bætt við og soðið niður um helming.
Skref 4
Ediki og sojasósu bætt við og látið malla í 2-3 min áður en kjúklingasoðinu er bætt saman við.
Skref 5
Rósmaríngrein, stjörnuanís, hvítauksgeirum og rifnum engifer er bætt saman við og soðið niður um 2/3 .
Skref 6
Sigtað í nýjan pott og smakkað til með salti og sykri.
Skref 7
Appelsínan er afhýdd með beittum hníf og laufin skorin úr henni. Allt skorið í litla bita. Gott er að kreista afskurðinn af appelsínunni út í sósuna til að fá smá ferskan safa út í.
Skref 8
Sjóðið upp sósuna aftur og hrærið köldu smjöri út í til að þykkja. Takið af hitanum og berið fram.