Fullkomin nauta-ribeye steik (300 gr)
Það er fátt eins einfalt og gott eins og nauta Rib-eye. Þessi klassíski réttur stendur alltaf fyrir sínu og með því að hægelda kjötið sous vide bráðnar það næstum því í munni. Þetta er fremur einföld eldamennska og hentar því vel í matarboð og slær alltaf í gegn. Gott er að hafa Hasselback kartöflur og gulrætur sem meðlæti.
Hasselback kartöflur
Einfaldur réttur sem hentar vel sem meðlæti með alls kyns kjöti.
Balsamic marineraðir Portobello sveppir
Passar rosalega vel með kjöti eða niðurskornir í salati.