Einiberja og sírónumarinerað lambaprime með jógúrt byggsalati og grilluðum vorlauk
2018-01-31- Réttur: Aðalréttur
-
Add to favorites
Meðaleinkunn
(0 / 5)
0 gefið einkunn
Aðrar uppskriftir:
Innihald
- 1kg. lambaprime
- 1dl. Mild repjuolía
- 20gr. Einiber
- 2stk. Sítrónubörkur
- 10gr. Saxað dill
- 160gr. Bankabygg
- 640ml. Vatn
- 300gr. Jógúrt
- 100.gr Sýrður rjómi (36%)
- 3gr. Graslaukur
- 1gr. Dill
- 5gr. Steinselja
- 1gr. Minta
- 2gr. Fáfnisgras
- Sítrónubörkur af ½ sítrónu
- Sjávarsalt
- 16 stk Vorlaukur
- Mild repjuolía
- Salt
- Ólífuolía
- Sítrónusafi
Aðferð
Skref 1
Maukið saman einiberin og olíuna í blandara. Hellið yfir lambaprimið
Skref 2
.Skrælið börkin af 2 sítrónum og stráið yfir. Kryddið með pipar og látið kjötið marinerast á kæli yfir nótt. Sjóðið bankabyggið í vatni með ögn af sjávarsalti í um það bil 40 mín. Kælið byggð þegar það er soðið. Þegar byggið er kalt, blandið þið því við jógúrt og sýrðan rjóma.
Skref 3
Bætið söxuðum kryddjurtum útí ásamt rifnum berki af hálfri sítrónu og smakkið til með sjávarsalti. Takið lambaprimið úr marineringunni og kryddið vel með salti. Brúnið á vel heitu grilli þangað til að kjötið hefur fengið fallegan brúningu. Slökkvið þá öðrumegin á grillinu og færið kjötið á þann hluta sem slökkt er á. Lokið grillinu og eldið lambið áfram þar til þær hafa náð 62 C í kjarnhita. Takið lambið af grillinu og látið hvíla á bakka í 10 mín. Saxið dillið og sáldrið yfir lambið áður en þið berið fram.
Skref 4
Veltið vorlauknum upp úr olíu og salti. Grillið þar til hvíti hlutin af vorlauknum er orðin mjúkur. Gott er að blanda saman góðri óífuolíu og sítrónusafa til að velta vorlauknum upp úr eftir að hann kemur af grillinu.